Félagsblaðið/söluskrá

Félagsblaðið okkar fór í póst fyrir helgi og barst flestum fyrir helgi, ef ekki þá ætti það að detta inn um lúguna á næstu dögum.

Forúthlutun
Opnað hefur verið fyrir umsóknir veiðileyfa til forúthlutunar fyrir félagsmenn SVFK. smellið hér
Komin er inn skrá með leyfum til forúthlutunar.  smellið hér
Einnig eru allar verðskrár á síðunni.

Umsóknarfrestur
Umsóknir til forúthlutunar berist félaginu á skrifstofu þess, í tölvupósti, eða í póstkassa að Hafnargötu 15 fyrir kl 16  mánudaginn  25. mars.


Afgreiðsla veiðileyfa verður sem hér segir:

Félagsmenn menn skulu sækja/vitja veiðileyfa sinna á úthlutunardeginum sem er miðvikudagurinn 27. mars. frá kl. 18:30 -20:30
Þeir sem ekki sækja/vitja veiðileyfa sinna þann 27. mars geta átt von á því að missa veiðileyfin sín fyrirvaralaust.


Gjalddagi veiðileyfa og greiðslutilhögun:

Veiðileyfi í vorveiði þarf að greiða að fullu á úthlutunardögum.
Sumar og haustleyfi verði staðfest með 30% greiðslu á úthlutunardögum.
Félagsmönnum ber að ganga frá fullnaðaruppgjöri 27. apríl 2019.
Eftir 27. apríl fara þau leyfi sem verða ófrágengin í almenna sölu.
Athugið að 30% staðfestingargjald er óendurkræft að þeim tíma liðnum.
Hægt er að millifæra í heimabanka.

Bankanúmer SVFK 0542-26-2953, kennitala er 620269-0509.

Vinsamlega sendið greiðslukvittun á skrifstofu SVFK


Úthlutunarreglur

smellið hér

Innheimta félagsgjalda
Allir félagar eiga að vera búnir að fá senda rukkun í heimabanka og einnig greiðsluseðla senda heim vegna félagsgjalda og viljum við minna félagsmenn á að greiða þá sem fyrst.
Einnig viljum við minna þá á sem eiga eftir að greiða eldri árgjöld að ganga frá því sem fyrst svo það hafi ekki áhrif við úthlutun. 
Aðeins skuldlausir félagar koma til greina við úthlutun. 
Hafi einhverjir ekki fengið senda rukkun þá biðjum við viðkomandi að hafa samband sem allra fyrst. Þeir sem skulda tvö árgjöld eða fleiri eiga á hættu að verða felldir út af félagaskrá samkvæmt lögum félagsins en þurfa samt sem áður að standa skil á útistandandi  ógreiddum félagsgjöldum.
Jafnframt skal það ítrekað að þeir sem ætla að segja sig úr félaginu þurfa að gera það skriflega, og afhenda það eða senda skrifstofu félagsins.