Sjóbirtingurinn mættur í Jónskvísl

Okkur voru að berast fréttir austan úr Jónskvísl og eru það fyrstu sjóbirtingfréttirnar sem okkur berast þetta sumarið.
Sigursveinn Bjarni Jónsson og Fríða Stefánsdóttir voru þar við veiðar og sendu okkur eftirfarandi línur; „Það kom ganga undir kvöld (27. júlí) í breiðuna undir Fossum, þeir reyndu við neðsta fossinn, ca 6-7 birtingar og þar af eitt monster. Gáfust þeir upp á endanum og hvíldu sig á breiðunni fyrir neðan. Fóru svo að stökkva ca hálftíma síðar og urðum við mikið vör við hann en náðum aðeins að landa einum“. Birtingurinn var 62 cm og 2 kg.
Þetta þýðir að sjóbirtingurinn er klárlega mættur í Grenlæk sv 4, þó svo að okkur hafi ekki borist fréttir þaðan, þar sem Jónskvísl rennur í Grenlæk rétt fyrir ofan sv 4.

Við þökkum fyrir fréttirnar og vonum að fleiri láti heyra í sér.