Skrifstofan lokuð í forúthlutun

Í ljósi fordæmalausra aðstæðna þá hefur stjórn félagsins ákveðið að úthlutunin 19. mars muni verða með öðru sniði en auglýst hefur verið.

Skrifstofan mun ekki vera opnuð á næstunni og umsækjendur þurfa því ekki að vitja veiðileyfa með því að koma niður á skrifstofu á úthlutunardeginum sjálfum.
Hvetjum við menn til að hringja á skrifstofuna eða senda fyrirspurnir á tölvupósti.
Munum við senda staðfestingar á tölvupósti og eða með símtölum til allra.

Þetta mun óhjákvæmilega taka aðeins lengri tíma en vanalega.

Stefnt er á að þessi vinna verði kláruð fyrir mánudaginn 23. mars.