Tilkynning frá SVFK

NÝ HEIMASÍÐA

Vinna við nýja heimasíðu er á lokametrunum og munum við henda henni í loftið í vikunni ásamt forúthlutun veiðileyfa fyrir komandi vertíð.

FÉLAGSBLAÐ/SÖLUSKRÁ

Vinna við félagsblaðið/söluskrá er langt á veg komin og setjum við inn tilkynningu um leið og það verður klárt til dreifingar.

Skilafrestur umsókna verður svo auglýstur á síðari stigum.

FÉLAGSGJÖLD

Við viljum einnig minna félagsmenn á að greiða félagsgjaldið fyrir árið í ár sem og eldri gjöld ef þau eru ógreidd.

Aðeins skuldlausir félagar koma til greina við úthlutun.