Fyrirhuguð eru kast og fluguhnýtingarnámskeið á vegum SVFK .

Leiðbeinandi verður Hjörleifur Steinarsson fluguveiðimaður, leiðsögumaður og stórhnýtari en hann er félaginu vel kunnur þar sem hann hefur áður haldið námskeið fyrir félagsmenn.

Fluguhnýtingarnámskeið:
Það komast 5-6 manns á hnýtingarnámskeiðið og verður það haldið dagana 25. feb-1. mars í sal félagsins. 
Kennt verður þrjú kvöld í 2-2,5 klst í senn. 
Verðið er kr 12.000 og er allt efni og notkun áhalda innifalin í verði.

Flugukastnámskeið:
Það er ekki komin endaleg tímasetning á kastnámskeiðið en fyrirkomulagið verður þannig að það hver og einn kemur með sínar græjur en Hjörleifur mun að sjálfsögðu vera með uppsettar stangir fyrir þá sem það vilja. 
Verð á námskeiðið er kr 8.000

Hvetjum við áhugasama til að skrá sig sem fyrst með því að senda félaginu tölvupóst á www.svfk@svfk.is