Tilkynning til félagsmanna

Nú fer að líða að því að umsóknarferli fyrir forúthlutun veiðileyfa hefjist.

Núna á næstu dögum opnum við á umsóknir á netinu en þessa dagana er verið að leggja lokahönd á undirbúning þar.

Einnig er vinna við söluskrá á fullu þessa dagana og kemur hún út örlítið seinna en umsóknarferlið á netinu hefst.

Við höfum undanfarið verið í vinnu við að útvega veiðidaga á ýmsum ársvæðum, sem verða boðnir okkar félagsmönnum í forúthlutun.

Geirlandsáin er ekki lengur á okkar höndum og biðjum við félagsmenn að sýna okkur þolinmæði á meðan vinnu við aukið veiðileyfaframboð stendur yfir.

Bestu veiðikveðjur SVFK