Veiðidagar í Leirá í Leirársveit, Eystri og Ytri Rangá ásamt Urriðafossi

SVFK hefur fengið í umboðssölu frá Kolskegg, nokkra laxveiðidaga í Eystri Rangá.
Einnig hefur félagið fengið til umráða nokkra veiðidaga í Leirá í Leirársveit þar sem bæði sjóbirtingur (vorveiði) og lax veiðist,  Ytri Rangá í sjóbirting (vorveiði) og laxveiði. Einnig laxveiði í Urriðafossi frá Iceland Outfitters.
Dagarnir standa eingöngu félagsmönnum SVFK til boða þar til forúthlutun lýkur.
Eftir það verður dögunum skilað.
Forúthlutun félagsmanna er í gangi hér á síðunni og nánari upplýsingar verða í söluskrá félagsins sem verður dreift í hús á næstunni
Veiðidagar og verð á þeim leyfum sem eru í boði eru hér neðar

Eystri Rangá

Hefur á undanförnum árum skipað sér sess sem ein albesta laxveiðiá landsins en meðalveiði síðustu fimm ára er 4300 laxar á ári en sumarið 2020 veiddust 9070 laxar í ánni. Áin er þekkt fyrir afar góða og mikla veiði

Verð á stöng pr. dag

Heilir dagar án gistiskyldu, veitt frá morgni til kvölds

Dags       Stangir         Félagsmenn
23/9-27/9        18        70,000,-
1/10-5/10       12        47,000,-
8/10-18/10      12        47,000,-

Veiðitilhögun

Fjöldi stanga: 18 í sept og 12 í okt
Skipting daga: Heilir dagar og skipt um svæði kl 14:00.
Daglegur veiðitími: 
Veitt frá kl 8-20 án hlés
Agn: 
Blandað agn
Kvóti: Kvóti er 3 smálaxar undir 70 cm á stöng á vakt en sleppa ber laxi 70 og yfir. Sleppa skal laxi yfir 70cm án undantekninga og fá veiðimenn gjöf sleppi þeir stórlaxi í kistur. Sleppa skal öllum silungi lifandi í ána aftur.

 

Leirá í Leirársveit

Leirá í Leirársveit er skemmtileg sjóbirtings og laxveiðiá og er alveg kjörin fyrir vini og litlar fjölskyldur sem vilja hafa það náðugt. Áin er frekar viðkvæm veiðiá og er mikilvægt að fara varlega um bakka hennar til að ná góðum árangri. Í Leirá eru um 24 merktir veiðistaðir sem ágæt aðkoma er að, sérstaklega í neðri hluta árinnar. Allt að 60 laxar veiðast í ánni á ári sem telst allgott miðað við stærð.
Auk góðrar sjóbirtingsveiði á vorin veiðist oft bleikja í ósnum í maí og júní.

Tvær stangir seldar saman í heilan dag með húsi, má mæta í hús kvöldið fyrir veiði. 
Eingöngu leyft að veiða á flugu og öllu sleppt

Vorveiði
Verð fyrir 2 stangir í einn dag
Dags           Stangir       Félagsmenn
16/4-17/4       2                     69,800,-
21/4-22/4       2                     69,800,-
26/4-27/4       2                     69,800,-

Sumar og haustveiði
20/7-21/7       2                     45,000,-
27/7-28/7       2                     45,000,-
18/8-19/8       2                     64,800,-
25/8-26/8       2                     64,800,-
7/9-8/9       2                     69,800,-
15/9      2                     69,800,-
21/9-22/9       2                     69,800,-

Veiðitilhögun

Fjöldi stanga: 2 stangir seldar saman
Skipting daga: 
Heilir dagar
Daglegur veiðitími vor: 
Veitt frá kl 8-20 án hlés
Daglegur veiðitími sumar/haust: Veitt frá kl 7-13 og 16-22 Frá 20. ágúst kl 7-13 og 15-21
Agn: Eingöngu fluguveiði
Kvóti: 
Öllum fiski sleppt

 

Ytri Rangá
er ein besta laxveiðiá landsins með meðalveiði sl 15 ára uppá 6300 laxa pr veiðitímabil.

 Ein stöng í tvo daga, skipting á hádegi (hálfur, heill, hálfur)
Verð með fæði og gistiskyldu
Eingöngu leyft að veiða á flugu

Verð á stöng pr. dag
Dags         Stangir      Félagsmenn     Samtals
1 stöng í 2d

6/9-8/9          18           137,600,-            275,200,-
8/9-10/9        18          137,600,-            275,200,-

Ein stöng í tvo daga, skipting á hádegi (hálfur, heill, hálfur)
Verð með fæði og gistiskyldu
Fluga, maðkur og spónn
Dags         Stangir      Félagsmenn     Samtals         

                                                              1 stöng í 2d
18/9-20/9      18          133,600,-            267,200,-
Stakir dagar án gistiskyldu
Leyfilegt er að veiða á flugu, spón og maðk

Verð á stöng pr. dag
Dags         Stangir      Félagsmenn
25/9-27/9      16          69,800,-
1/10-4/10      16          59,800,-

 

Ytri Rangá vorveiði, sjóbirtingur.
Áhugaverð sjóbirtingsveiði.  4 stangir seldar saman og fylgir ágætis sumarbústaður með grilli sem tekur allt að 8 manns í gistingu. Veiðisvæðið nær frá Ægisíðufossi og niður í ós.

Fjórar stangir seldar saman í heilan dag með húsi
Eingöngu leyft að veiða á flugu

Verð fyrir 4 stangir í einn dag
Dags           Stangir       Félagsmenn

22/4-26/4        4                110,000,-
1/5-2/5            4                110,000,-

Veiðitilhögun:
Fjöldi stanga: 
4 stangir seldar saman
Skipting daga: Heilir dagar
Daglegur veiðitími: Veitt frá kl 8-20 án hlés
Agn: 
Eingöngu fluguveiði
Kvóti: 
Öllum fiski sleppt

 

Urriðafoss í Þjórsá
Stangveiðin í Urriðafossi er meira ævintýri en nokkurn gat órað fyrir og hefur Urriðafoss trónað á toppnum yfir bestu laxveiðisvæði landsins frá því að stangveiði hófst í fossinum árið 2017.

Eingöngu seldar 2 eða 4 stangir saman í einn dag
Veitt á flugu og maðk

Verð fyrir 1 stöng í einn dag
Dags           Stangir       Félagsmenn

10/7               2 (4)            129,800,- (259,600,-)
20/7               2 (4)              92,800,- (185,600,-)
10/8               2 (4)              80,000,- (160,000,-)

Veiðitilhögun

Fjöldi stanga: 2 eða 4 stangir seldar saman
Skipting daga: Heilir dagar
Daglegur veiðitími: Frá kl 07:00-13:00 og 16:00-22:00
Agn: Fluga og maðkur. Þegar veiðimenn veiða með flugu er hámarkstærð þríkrækju nr 6
Kvóti: 5 laxar á stöng á dag

Nánari upplýsingar verða í söluskrá félagsins sem verður dreift í hús á næstu dögum