Vesturhópsvatn

Staðsetning

Vesturhópsvatn er staðsett í Þverárhreppi í V.-Húnaþing. Hæð yfir sjó er 19 m. og flatarmál 10.3 km.
Mesta mælda dýpi er 28 m. Mesta lengd 6.9 km. og mesta breidd 2.3 km. Umhverfi vatnsins er mjög fagurt og gnæfir Borgarvirki yfir austurhluta þess.Vegalengdin frá Reykjanesbæ er um 250 km um Hvalfjarðargöng og er vatnið 24 km frá Hvammstanga. Fagurt umhverfi er við Vesturhópsvatn, og margt að skoða. Skammt austan vatnsins er blágrýtisstapi sem kallast Borgarvirki, 177 metra hár. Þar eru rústir af fornu virki en enginn veit hver hlóð það eða hvers vegna þótt þjóðsögur hermi að Víga-Barði Guðmundsson, sem frá segir í Heiðarvíga sögu og bjó í Ásbjarnarnesi við Hópið, hafi látið reisa það.

Veiðihús

Mjög gott hús er við vatnið með tveimur aðskiptum íbúðum undir sama þaki. Í hvorri íbúð fyrir sig, sem eru um 50m2, er svefnpláss fyrir amk. átta manns, sex í kojum og tveir í svefnsófa. Jafnvel geta tíu gist þar sem tvö rúmstæði eru ein og hálf breidd og eru þannig hentug fyrir fullorðin og barn. Húsið er rafvætt, eldavél með bakarofni og öll helstu raftæki. Baðherbergi með sturtu. Á staðnum eru gasgrill fyrir hvora íbúð. Leigjendum er heimilt að koma í hús kl 15.00 á komudegi og skulu rýma húsið fyrir kl 14 á  brottfarardegi.

Athugið að við gatnamót inn á veg 716 rétt áður en komið er að vatninu eru sorpgámar þar sem dvalargestir geta losað sorp að dvöl lokinni. Íbúðunum skal skila af sér vel þrifnum og allt rusl fjarlægjast.
Leigjendur leggja sjálfir til sængur, sængurfatnað, viskustykki og borðtuskur.
Björgunarvesti eru einnig á staðnum fyrir börn og fullorðna.
Árnefndarformaður er Vilhjálmur Ólafsson í síma 846 4452.
Endilega verið í sambandi ef eitthvað má betur fara eða er ábótavant í húsunum.

Leiðarlýsing að húsi

Ekinn er þjóðvegur 1 sem leið liggur norður í land um Hvalfjarðargöng. Ekið er framhjá afleggjaranum inn að Hvammstanga og eknir um 6,5 km í viðbót eða þar til beygt er til vinstri inn á Vatnsnesveg nr. 711. Þar er ekið sem leið liggur inn að vatninu um 11 km leið. Beygt er til hægri inn að einu sumarhúsabyggðinni sem staðsett er vestanmegin við vatnið. Fylgt er eftir vegslóðanum um 700 mtr. þar til heimreið merkt SVFK blasir við.

Veiðifyrirkomulag

Heimild er til veiða með fjórum stöngum með hvorri íbúð fyrir sig og engin takmörkun á stöngum fyrir börn yngri en 12 ára. Daglegur veiðitími er frjáls þó annað komi fram á veiðileyfinu.
Einnig er heimilt er að leggja net yfir nóttina en þau eru ekki á staðnum.
Það eru aðrir bústaðir á svæðinu og fylgir netarétturinn öllum húsum.
Leyfilegt er að veiða alla strandlengjuna innan veiðimarka sem afmarkast annarsvegar við Klambranes og hinsvegar lækjarins Kýrlágs sem er rétt sunnan við syðsta sumarbústaðinn.
Bátar eru til afnota fyrir hvora íbúð ásamt árum og eru þeir merktir. Björgunarvesti eru á staðnum.
Veiði af bát takmarkast við áður uppgefinn veiðimörk en alls ekki nær en 150 mtr. frá strandlengjunni á móti. Heimilt er að sigla um allt vatn.

Veiðin

Allgóður fiskur er í vatninu. Aðalfiskurinn er urriði  en einnig er að finna bleikju og murtu. Bleikjan  og urriðinn veiðast allt að 3-4 pund, en þorrinn er smærri. Sjóbirtings og laxavon er einnig enda samgangur við sjó um Faxalæk og Víðidalsá. Dæmi eru um afarstóra fiska úr vatninu, allt að 6 til 7 kg. sjóbirtinga á seinni árum. Stærstu skráðu fiskar eru 12 kg sjóbirtingur árið 1988 og 12 kg. vatnaurriði árið 1993.

Panta veiðileyfi

MyndStaðurVaraLýsingVerðStaðaAðgerð