Vorveiði í Fossálunum

Nú í ár verða seld vorveiðileyfi í Fossála.

Þetta er gert í fullu samráði við veiðiréttareigendur en vorveiði hefur ekki verið stunduð í Fossálunum þann tíma sem SVFK hefur haft ána á leigu.

Eingöngu verður leyfð veiði á flugu og skal öllum fiski sleppt.
Þar sem um nýjung er að ræða á þessu veiðisvæði er verði leyfa stillt í hóf eins og fram kemur hér að neðan.

Verða seldir tveir dagar samanmeð skiptingu á miðjum degi þ.e. hálfur, heill, hálfur og allar stangir saman.
Verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út, þar sem ekki er vitað nákvæmlega hvaða veiðistaðir eru bestir að vori til í álunum.
Líkt og áður hefur komið fram verður einungis veitt á flugu og skylt að sleppa öllum fiski.

Að öðru leyti eru umgengnis og veiðireglur þær sömu líkt og biðjum við veiðifólk að kynna sér reglurnar vel áður en haldið er til veiða.
Það er von okkar að þessi nýjung falli vel að okkar veiðimönnum.