Villibráðar-afmælishátíð Stangveiðifélags Keflavíkur verður haldin í Oddfellowsalnum laugardagskvöldið 17. nóvember.
Félagið er 60 ára um þessar mundir og er vel við hæfi að hið rómaða villibráðarhlaðborð Úlfars Finnbjörnssonar matreiðslumeistara verði í 10. sinn í aðalhlutverki á þessum tímamótum.

Dagskrá:
Húsið opnar kl 18 með fordrykk
Hátíðin sett kl 18:30
Veislustjóra kvöldsins þekkja allir en það verður enginn annar en Gísli Einarsson (Út og Suður, Landinn)
Villibráðarhlaðborð matreiðslumeistara Úlfars Finnbjörnssonar sem samanstendur af 33 forréttum og 12 heitum aðalréttum, hið minnsta
Ein besta söngkona landsins Jóhanna Guðrún mun taka lagið ásamt undirleikara
Verðlaunaafhending og happdrætti
Dansleikur með hljómsveitinni Sue eitthvað fram á nótt.

Miðaverð kr 12.000
Miðapantanir hjá Óskari í síma 823-4922
Miðasala verður á föstudagskvöldið 2. nóv frá kl 18 til 19 í sal félagsins.