Það er komin ný vefverslun í loftið og er hana að finna hér á heimasíðu félagsins. Tekur hún við af gömlu vefversluninni sem var komin til ára sinna.

Með tilkomu hennar verður á auðveldari og aðgengilegri hátt hægt að sjá hvað er laust af leyfum, hvað leyfin kosta osfrv.
Einnig geta menn keypt leyfi í versluninni með kortum í öruggri greiðslugátt, sótt leyfin og tilheyrandi upplýsingar um viðkomandi svæði.

Við viljum benda á að aðgangur allra þeirra sem höfðu skráð sig inn á gömlu vefverslunina  virkar ekki að nýju vefversluninni. Þannig að allir þurfa nýskrá sig sem ætla að versla leyfi.

Félagsmenn fá 15% afslátt og til að virkja þann afslátt þá þurfa félagsmenn að byrja á því að nýskrá sinn inn í verslunina og senda svo tölvupóst á arnar@svfk.is með nafni og kennitölu með ósk um að virkja afsláttinn. Eftir að afsláttur hefur verið virkjaður verða öll afsláttarverð sýnileg strax á veiðileyfunum sem laus eru.
 
Þökkum við strákunum úr upplýsinga og vefsíðunefndinni, þeim Ragnari, Ólafi, Marteini og Steinari kærlega fyrir vel heppnaða síðu og eiga þeir heiður skilið fyrir þá vinnu sem þeir hafa lagt fram til félagsins í þessum málum undanfarin ár.