Villibráðar-árshátíð SVFK fór fram í Oddfellow húsinu um síðustu helgi og óhætt er að segja að vel hafi tekist til.

Tekið var á móti veislugestum með fordrykk og bauð Gunnar Óskarsson formaður félagsins gesti velkomna og setti hátíðina.

Sveinn Waage veislustjóri hélt vel utan um veisluna og sá til þess að öllum var vel skemmt.

Létu veislugestir vel að aðalatriði kvöldsins, kræsingum meistara Úlfars Finnbjörnssonar sem virðist alltaf getað toppað sig en þess má geta að þetta er 11. árið í röð sem hann töfrar þessi ósköp fram.

Verðlaunaafhendingin var á sínum stað ásamt happdrættinu góða þar sem margir flottir vinningar gengu út.

Hljómsveitin Sue keyrði svo upp stemninguna í lokin og hélt dansgólfinu vel þéttu fram á nótt.   

Stjórn SVFK vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg til þess að gera hátíðina sem glæsilegasta.

Einnig viljum við þakka styrktaraðilum og þá sérstaklega veislugestum fyrir frábært kvöld, án ykkar væri þetta ekki hægt.

Ljósmyndarinn Garðar Ólafsson sá um að fanga augnablikið á mynd og má sjá afraksturinn í meðfylgjandi myndasafni.

Smellið hér til að skoða myndasafnið